Dagurinn í dag

Einkennist af því að ég svaf í allan dag.  Ég vakti fram á nótt, lærði eins og vitfyrringur og fór að sofa um 4.  Af hverju gerir maður sér þetta?  Lærir langt fram á nótt og er svo dauðþreyttur í prófinu sjálfu.  Sumt skilaði sér en annað ekki.  Hljóðfræðin skilaði sér svona nokkurn vegin, rúnirnar voru perfect hjá mér, goðafræðin nokkuð góð en málsagan var ekki alveg eins góð.  Varð að sleppa sumu.  En svona er þetta, hefði frekar viljað taka próf í rekstrarhagfræði í morgun.  Kann það upp á 10 og finnst það hrikalega skemmtilegt fag.

 En ég kom heim úr prófinu og svaf fram eftir degi, alveg búin á því eftir þessi 3 próf sem ég tók.  Svo er bara að bíða til 20 maí og fá útkomurnar.  Get ekki beðið svo lengi eftir því hvort að ég hafi klúðrað þessu eða ekki :(

 

En hvað er Foreldrar Fíkla? 

Foreldrar sem eiga börn sem neyta fíkniefna? Hópur fólks sem kemur saman? Eða hvað er þetta? 

Foreldrar Fíkla er hópur fólks sem á börn sem eru  ætlar að beita sér fyrir hinum ýmsu málum og fá bætt úr þessu úrræðaleysi í þjóðfélaginu.

Ég á tvo syni, báðir beygðu útaf hinni réttu braut og hurfu á braut fíkninnar og neyttu fíkniefna í mismiklum mæli.  Sá yngri neytti allra þeirra eiturlyfja sem hann gat (nema kontalgens og þannig efna)  og seldi líka.   Sá eldri neytti ekki eins harðra efna, reykti meira hass og tók svo spítt um helgar en það var alveg nóg.  Þeir bjuggu hvorugur heima enda fengur þeir ekkert að neyta neinna efna á heimilinu. 

Ég er svo heppin að eldri sonurinn er búinn að koma sér út úr þessu og ég er svo þakklát fyrir hvern þann dag sem hann er edrú.  Hann ákvað það sjálfur að flytja út í sveit til pabba síns, stunda sína vinnu og kúpla sig frá hinu daglega lífi sem hann átti í sínum heimabæ.  Það hefur gefist honum vel en hann mætti alveg stunda fundi, fá ráðgjöf og stuðning því ég veit að hann fær enn þröf fyrir að fá sér eina jónu.  Hann fær sér stundum í glas með vinum sínum en er hættur að djamma fram undir hádegi eins og han gerði, bara kominn heim á skikkanlegum tíma.  En ég er alltaf hrædd þegar hann fer með vinum sínum því ég veit að vinirnir eru að "fikta" við þetta ennþá og ekkert að gera í sínum málum.  Það sem ég held að sé að bjarga mínum syni er að hann hefur áhugamál.  Hann er aftur byrjaður í hestaíþróttinni, kominn á kaf í keppnir, útreiðar og dúllerí með hestana.  Ég er mjög ánægð með það.

Hinn aftur á móti vill bara vera í ruglinu og skilur ekki af hverju ég býðn honum ekki í mat eða hingað heim.  Ég hef bara ekki orku til þess því það endar alltaf með ósköpum og svo hef ég tvö yngri börn til að hugsa um og annað þeirra í áhættuhóp og hitt meðvikt með eindæmum, hef áhyggjur af því.

En þetta er langt frá því að vera auðvelt, langt í frá.  Dagarnir hjá mér eru sveiflukenndir og enginn dagur eins.  Einn daginn er ég orkumikil og geri allt sem mig langar að gera og hinn daginn er ég orkulítil og hreinlega vil bara sofa.  Ekki er þetta ástand til að laga þunglyndið hjá mér.

En hvað getur maður gert? Ekki leggjast í kör því að það er það versta sem ég get gert sjálfri mér þó ég leyfi mér það stundum, einn dagur sakar ekki í dúlleríi og leti heima hjá mér.  En ekki lengur.  Ég veit að það eru ekkert allir sammála mér með soninn að loka svona á hann en þannig er þetta bara, ég höndla þetta ekki og hann veður bara yfir mig.  Gerði það um daginn þegar hann heimtaði fartölvuna sína (sem ég var að þrjóskast við að láta hann hafa) og svo fjarstýrða bílilnn sem hann gaf bróður sínum.  Vantaði greinilega pening enda er hann lítið sem ekkert að vinna og ekki veiti ég hvað hann fær í laun fyrir það sem hann vinnur.

En ég horfi framá við, stunda Al-anon vikulega og foreldrahúsið aðra hverja viku.  Stunda skólann (reyndar komið sumarfrí) og ætla að taka fjarnám í sumar svo ég haldi mér við efnið ;)

Jæja nóg  komið af bulli í dag, takk fyrir að nenna að lesa, þið sem lögðuð það á ykkur. 

Eigið gott kvöld

Kv. Stína fína


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband