Hvar býr barnið mitt?

Ég hef ekki hugmynd um það.

Sá að húsið sem hann hefur búið í er farið.  Fór í fyrradag frétti ég svo.  Svo hvar hann býr, hef ég ekki glóru og langar helst ekki til að vita það ef hann er á einhverjum dópstað Frown

Hef ekki orku í að skrifa meira í dag, alveg búin á því.  Ætla að skella mér í sveitaferð með litla frænda og fara svo í útilegu og hafa það næs um helgina.  Reyna að gleyma því að barnið mitt býr hvergi.

Kv. Stína fína


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Harpa Oddbjörnsdóttir

takk fyrir að leyfa okkur að fylgjast með baráttu ykkar. Ég get ekki ímyndað mér hvernig er að vera í þínum sporum en með því að leyfa okkur að fylgjast mér öðlumst við hin, sem erum stundum svo græn, meiri skilning. ég tel einmitt þessa hlið þess að blogga svo jákvæða, hér færð þú stuðning bloggvina þinna og jafnvel góð ráð frá þeim sem ganga eða hafa gengið í gegnum það sama.

Gangi þér vel hugrakka kona!

kveðja

Harpa

Harpa Oddbjörnsdóttir, 9.5.2008 kl. 09:05

2 Smámynd: Stína fína lokkalína

Takk Harpa fyrir falleg og góð orð.

Stuðningur er það sem maður þarf.

kv. Stína fína

Stína fína lokkalína, 12.5.2008 kl. 21:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband