2 mánuðir komnir :)

Nú hef ég verið eitthvað löt að blogga, er alveg dottin úr gír bara.  Búið að vera mikið að gera í ferðalögum, tók á 3ju viku í júlí og svo tæplega viku í kringum verslunarmannahelgi.  Veðrið var geðveikt ogþað mætti halda að ég hefði verið á spáni eða eitthvað og ég sem verð aldrei brún hreinlega.

En af drengjunum mínum er það að frétta að þeim gengur æðislega vel.

Þeir eru að standa sig frábærlega.  Hafa nóg að gera og búa sér til nóg að gera. 

Sá yngri sem var nú lengra sokkin í þetta helvíti átti 2ja mánaða edrúafmæli í fyrradag.  19. Ágúst

Munurinn á drengnum er þvílíkur að hann er orðinn að nýjum ungum manni.  Það er eins og hann hafi stækkað um  marga sentrimetra, ég meira að segja spurði ömmu hans hvað hún gæfi honum eiginlega að borða.  "Nú bara venjulegann mat"  og auðvitað borðar hann allt sem amma hans ber á borð fyrir hann (nema kjúkling en það eru afinn og amma ekki mikið fyrir heldur).  Það besta sem hann veit er að borða hjá ömmu og afa, er búinn að hjálpa þeim líka mikið.

Heyrði í kærustu vinar hans í gær og hún sagði að það væri svo gaman að sjá hann, fallegi augnaliturinn er kominn í ljós og líf í augun, líf í húðlitinn og hann er bara nýr ungur maður.

Léttirinn er gífurlegur hjá fjölskyldunni og vinum.  Og í fyrsta skipti í mörg ár komst ég í áhyggjulaust sumarfrí.  Ég get varla líst því hvað það var yndislegt og heyra í þeim og hvað þeim gangi vel á allan hátt.

Ég óska þess svo innilega að fleiri foreldrar geti orðið þeirra gæfu aðnjótandi að endurheimta börnin sín svona eins og ég.  ÉG er heppin og vona að ég verði áfram heppin, tek einn dag fyrir í einu og nýt hans.

 

Nú eru skólarnir að fara að byrja.  Ég byrja í fyrramálið, krakkarnir fara á skólasetningu á morgun með pabba sínum þar sem ég verð í skólanum sjálf og svo byrjar ballið bara eftir helgi.  Passar allt fínt bara, búið að fara að versla það sem þarf að versla nema dóttirin á eftir að fá skólaföt og svona, aðeins að bæta á fatnaðinn hjá prinsessunni sem er reyndar að vaxa upp úr öllu þessa dagana eins og guttinn enda er hann búinn að éta eins og ég veit ekki hvað í allt sumar, og bæta á sig eftir því, enda mátti hann alveg við því, var alltof grannur en nú er hann kominn með fyllingu í kinnarnar og fyllingu á handleggina, ekki bara skinn og bein.

Svo er ég bara að klára gamlar syndir, úff byrjaði á lopapeysu í vor og var að taka hana upp núna, verð að fara að klára hana, annars er ég að prjóna jólagjafir í gríð og erg.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

til lukku með strákana, ekkert smá afrek. Já skólarnir víst að byrja gaman gaman. En mikið ertu dugleg ég ætti að taka þig til fyrirmyndar og fara klára þessa lopapeysu sem ég byrjaði á fyrir jól í fyrra  kveðja úr Grindó

Telma (IP-tala skráð) 24.8.2008 kl. 18:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband