LOKSINS

LOKSINS

 

Drengurinn (yngri) er eitthvað að sjá að sér og hann bankaði uppá í gærkvöldi.  Ég sá á honum að hann vantaði eitthvað en hann virtist ekki geta komið sér að því.  Ég var svona að leiða hann áfram með spurningum um hitt og þetta og var farinn að spyrja hann hvort hann vildi hringja í pabba sinn til að fá lánaðann bíltíkina sem hann á og er í svona reddingar hjá honum og Hreiðari og eyðir litlu.  Nei hann vildi það ekki, vildi ekki þetta og vildi ekki hitt, gat ekki sagt okkur hvað yfirdráttarheimildin væri há og þar fram eftir götunum.

 

 

Þar til hann brotnaði bara niður og fór að hágráta.  Ég dreif hann bara út með mér í bíltúr því að ég vissi að hann gæti ekki talað né tjáð sig hér heima með eiginmanninn og börnin yfir sér.  Svo ég dreif hann með mér út, sjálf farin að grenja hástöfum liggur við.  Ég fékk loksins út úr honum að hann væri búinn að fá ógeð á þessu rugli, liði illa og langaði að koma sér út úr þessu.  Amma hans og afi voru búin að bjóða honum að vera og ég vissi að þau voru bara að bíða eftir að bróðir minn flytti út með allt sitt hafurtask og fjölskyldu sem gerðist um þarsíðustu helgi og allt að komast í samt horf hjá mömmu.  En hann þorði hreinlega ekki að hringja í afa sinn og spyrja hvort hann mætti koma því hann var svo hræddur um að hann myndi segja nei.

 

 

Ég hringdi því í mömmu og hún sagði að það gengi alveg upp að hann kæmi, hún væri að fara út um helgina til Svíþjóðar og þá vantar afa hjálp í hænsnahúsinu við að týna egg og stússera í kringum hænurnar og svo er að koma að heyskap svo pabba vantar hjálp og því var þetta kærkomið, hún ætlaði samt að tala við afa en hún talaði sjálf við hann.  Hún sagði að afi myndi hringja þegar þau kæmu heim (voru í veislu í veiðihúsinu)  en hann hringdi næstum strax, áður en þau fóru heim og sagði við hann að hann væri meira en velkominn, það væri að byrja heyskapur og svo yrði hann einn og hann væri því kærkominn og mætti koma bara á morgun.

 

 

Ég fékk ýmislegt annað út úr honum eins og yfirdráttinn en hann er 200 þúsund og dottinn út go búið að loka kortinu.  Eiginmaðurinn ætlar að fara með honum í bankann í dag og ganga frá því en það er greinilega á bankans ábyrgð því hann gat hækkað yfirdráttinn endalaust í heimabankanum þar til hann henti auðkennislyklinum svo hann myndi ekki hækka hana meira.  Eiginmaðurinn er svo flíknur í að díla við bankann og þetta er greinilega mistök hjá bankanum því að ekki get ég hækkað mína yfirdráttarheimild svona og það er eingöngu á einum reikning sem að við getum það en það er greiðslureikningurinn okkar sem við notum fyrir svokallaða greiðsluþjónustu en sjáum um það sjálf.

 

 

Þetta er því skref fram á við.  Strákurinn ber mikla virðingu fyrir ömmu sinni og afa þvi þau hafa gert svo mikið fyirr hann í gegnum tíðina.  Mér léttir gífurlega en jafnframt kvíðin á framhaldið.  Mér finnst gott að hann vilji fara til þeirra, pabbi er hans trúnaðarmaður og hefur verið í gegnum tíðina.  Hann segir honum allt en pabbi er frekar lokuð típa og segir ekki mikið.  Hann er líka með athyglisbrest eins og strákurinn svo að kanski er það þess vegna sem þeir hafa náð svona vel saman.

 

 

Ég ákvað að taka eitt skref í einu en síðar ætla ég að bjóða honum að tala við geðlækninn sem hann var hjá en hann bíður bara eftir því, var búinn að bjóða okkur það og ég ætla að nýta mér það, bara bíð aðeins þar til hann er búinn að koma sér fyrir og svona hjá ömmu og afa.

 

Sá eldri heyrði í ömmu sinni í gærkvöldi og hún sagði honum þetta og hann var svo glaður og sendi bróður sínum svo innilega falleg og innileg skilaboð.  Sá yngri sýndi mér þau og sá eldri er svo ánægður með þessa ákvörðun hjá bróður sínum.  Þeir geta því stutt hvorn annan og sótt fundi saman.  Stutt á milli þeirra.  Sá ekdru  hefur nefnilega verið hans stoð og stytta í gegnum þetta allt saman.

Þetta er þvílíkur léttir að það er ekki hægt að lýsa því.

Kv. Stína fína

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband