14.5.2008 | 08:09
Hvernig?
Í ósköpunum fer maður að því að hætta að þurfa að vekja börn á morgnana?
Ég er búin að vera í því starfi nú í 20 ár takk fyrir og er orðin þreytt, langar ekki að vera í því hlutverki í 12 ár í viðbót. Vekja og draga börnin út úr rúminu? Nær þetta nokkurri átt? Börn sem oftast nær eru komin upp í rúm fyrir kl. 21 á kvöldin?
Hvernig fer fólk að? Heldur áfram að vekja þau eða hvað?
Æj ég er bara þreytt móðir, kanski ekki skrítið þó börnin séu ekkert auðveld.
Sumir dagar eru verri en aðrir og þetta er verri dagurinn.
Kv. Stína þreytta
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Hæ Stína mín, ég ætla fylgjast með þér hérna svo er ég líka farin að blogga http://www.123.is/1421/ ef þú hefur áhuga. Kv.Linda
Linda 38+ (IP-tala skráð) 14.5.2008 kl. 08:21
Hæhó, gott hjá þér að vera farin að blogga, ég á eftir að fylgjast með þér hér eins og annars staðar.
Sibba (IP-tala skráð) 14.5.2008 kl. 08:56
ég er líka farin að halda að þetta hætti aldrei, maður þurfi alltaf að vekja þau á mornana, reindar er mín elsta nú farin að vakna sjálf en ekki hin
Heiðbrá (IP-tala skráð) 14.5.2008 kl. 09:06
Ég gaf mínum bara vekjaraklukku og leyfði henni að hringja lengi fyrst til að byrja með. Ein sem ég þekki kveikir alltaf á sjónvarpinu til að vekja sinn. Eða gerði ég vona að hún sé hætt barnið er orðið svo stórt
Anna Bogga (IP-tala skráð) 14.5.2008 kl. 10:41
Minn var orðinn svo morgunfúll að morgnarnir hjá okkur voru kvöl og pína. Ég man nú vel hve mamma mín var öfugsnúin í morgunsárið og við laumuðumst niður systkinin 7 og 8 ára, fengum okkur kakó og ristað brauð með osti og gerðum okkur klár í skólann.
Svo ég notaði þessa taktík, varð bara fúlli en pjakkurinn og sagði honum að við þyrtum ekki að vakna jafn snemma og hann, hann gæti bara fengið vekjara og séð um að útbúa sig sjálfur á morgna, og labba í skólann. Ekki leist honum á þá framtíðarsýn og breyttist í hressan morgunhana.
Hjóla-Hrönn, 14.5.2008 kl. 15:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.