Stundum fer maður að hugsa...

...um það sem maður á ekkert að vera að hugsa um.

Heilinn getur verið skrítinn, maður blokkerar ýmsar hugsanir til að gera ekki útaf við sig og fara yfir um á þessum hugsunum en stundum troða þær sér bara í gegn.

Það gerðist hjá mér áðan, alveg búin að eiga ágætist tíma og ekkert að hugsa um fíkilinn.  Svo bara tróð það sér í gegn hjá mér alveg upp úr þurru.  Af hverju hefði hann lent í þessu, af hverju ég, af hverju var ég að skilja við pabba hans, hefði það einhverju breytt? hefði hann sloppið þá? 

Ef ég hefði gert hlutina öðruvísi og hvað hefði ég átt að gera öðruvísi?  Ef að við hefðum áfram búið í Hafnarfirði, hefði hann  þá ekki sloppið?  Fólk er nefnilega duglegt við að rakka niður Vogana, hér sé bara glæpalýður og handrukkarar.  En svo er nú ekki, langt í frá.  En neyslufélagi sonar míns kemur úr Hafnarfirði, sá sem hann byrjaði með í þessu rugli öllu og var meira að segja bekkjarfélagi annars þeirra svo það hefur sennilega ekki haft mikið að segja.

Auðvitað á maður ekki að hugsa svona, hugsa að það hefði engu breytt með hvaða leið þeir fóru. Þeir voru báðir í áhættuhóp, annar með þunglyndi og athyglisbrest og er það sá sem er fíkill í dag, hinn með mótróaþrjóskuröskun (já erfitt orð) og á mörkum þess að vera ofvirkur en samt ekki greindur.

En hvaða aðstoð fékk ég fyrir þá í skóla?  Enga þótt ég sóttist eftir því.  Ég er búin að slást fyrir þessa drengi alveg hægri vinstri í skólakerfinu en skólakerfið brást þeim og mér líka.  Ef betur hefði verið tekið á málunum þá hefði kanski allavega annar þeirra sloppið.  En ég má ekki hugsa svona en maður verður bitur að þegar ég vissi að hann var að byrja að fikta þá hafði ég samband við skólann til að spyrja hvert maður geti leytað til að reyna að stoppa svona hegðun.  Og hvaða svör fékk ég? 

ENGIN

Ég fékk engin svör, bara yppt öxlum  og sinnuleysið hélt áfram og ég skömmuð hægri vinstri fyrir að hann lærði ekki heima, mætti ekki í skólann og þetta væri allt saman mér að kenna því agaleysið væri algjört.  Einmitt algjört agaleysi, ég var næstum eina foreldrið í bænum sem lét börnin mín fara eftir útivistarreglunum.  EINA og ég var svo vond mamma að smita síða hina foreldrana og hringja í þá.  Djös mamma er þetta, hringjandi í aðra foreldra og heimta að aðrir foreldrar fari eftir útivistarreglunum.  En það er ekki þar með sagt að maður sleppi. 

En eftir því sem rannsóknir segja og fólk sem þekkir til þá hefur þetta ekkert að segja, það getur hver sem er fallið í þessa gryfju og orðið foreldri fíkils.  Allir geta orðið fyrir þessu, ALLIR.

Æj það er bara stundum eins og á svona dögum þar sem ég er hálf lasin og þá spretta upp svona hugsanir. 

Mig langar til að hringja í fíkilinn og spyrja hann hvar hann býr, fékk fréttir af því að hann væri bara pirraður og ergilegur ef fólk spurði hann.  Vinkona hans hringdi í bróðir hans með þessar áhyggjur og bróðir hans sagði honum að koma sér í meðferð og hætta nú þessari þrjósku.  En hann vill það ekki og ég þori ekki að hringja í hann því að ef ég hringi þá pirrast hann sennilega bara á því og hellir sér yfir mig og ég get hreinlega ekki tekið því.  Ef hann færi að biðja um að koma heim þá veit hann að kröfurnar eru að fara í meðferð og klárar hana þá eru allar dyr opnar.

En best að skella sér í stuðningshópinn í Foreldrahúsinu og sjá hvort að maður hressist ekki.  Alveg bráðnauðsynlegt að drífa sig þangað.

Kv. Stína fína með klikkaðar hugleiðingar í hausnum í dag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband