Komið að helgi

Enn og aftur er komin helgi.  Það er fáránlegt hvað tíminn líður hratt.

Fyrir 20 árum var ég ólétt, ung og tvítug stúlka.  Var að bíða eftir frumburðinum sem fæddist síðan 18 maí og er í dag flottur ungur herramaður sem heillar dömurnar upp úr skónum og fer létt með að vefja mömmu sinni um fingur sér.

Það verður semsagt 28 ára afmæli hjá mér á sunnudginn, tvöfalt afmæli, ekki allir sem eru svo heppnir að eiga tvö börn fædd sama dag með 12 ára millibili ;) prinsessan verður semsagt 8 ára og þau ætla að halda upp á það saman.  Þau elska hvort annað útaf lífinu og gera allt fyrir hvort annað.

Verið er að bjóða vinum og ættingjum í boðið og það verður boðið upp á fisk í ofni og meðlæti, jummí gott og hrikalega vinsælt ;)

 

Ég hafði mig loksins í það að hringja í sonin nr. 2 en hann svaraði ekki :( prufa aftur í kvöld og sé hvað hann segir.  Ætla nefnilega að bjóða honum í afmælið og hann hitti fjölskylduna og planið er síðan að ræða aftur við hann og sjá hvort hann sé nú ekki til í að fara að gera eitthvað í sínum málum.

En nóg að gera og mér ekki til setunnar boðið.

Kv. Stína fína


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband