12.5.2008 | 22:04
Góð helgi búin
Ég átti alveg yndislega helgi. Eins og vanalega í góðra vina hópi Húsbílaeigenda um hvítasunnuna. Við höfðum það gott og nutum þess að vera með krakkana í sveitinni. Þau skemmtu sér rosalega vel saman. Enda alveg svakalega margir krakkar með í för með foreldrum eða ömmum og öfum. Alltaf gott að fara með ömmu og afa og ekki verra ef amma og afi eru með í för.
Við vorum með eitt aukabarn, gekk svakalega vel enda náðu öll börnin vel saman og léku sér stanslaust og fannst æðislegt.
Ég gat vel slakað á og geymt skuggana eftir heima og notið mín.
En til að toppa það hvað ég átti góða helgi þá fór ég lasin heim og er með hita núna. En ég er búin í prófum svo ég get slakað á á morgun þegar krakkarnir eru farnir í skólann. Svo er Foreldrahúsið á morgun og ég má ekki missa af því. Það má bara ekki gerast.
Vonandi áttuð þið góða helgi og í góðu veðri líka :) enginn er verri þó hann vökni ;)
Kv. Stína fína
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.