Léttir

Það er léttir að vita af barninu sínu loksins í öruggu húsnæði, á öruggum stað, fær örugglega að borða og líður vel.

Það er bara allt annað að tala við drenginn.  Þvílíkur munur, það er hægt að tala við hann án þess að það sé hreytt í mann allskyns veit það ekki, man það ekki, vil ekki tala um það orðum.  Samt var maður bara að spjalla um allt og ekki neitt.  Nú tekur hann þátt í umræðunum og er í sambandi.

Ég er líka svo ánægð hvernig pabbi hans er að taka á þessu, drífa hann með sér á hestbak á kvöldin, bjóða þeim bræðrum í bíó, elda handa þeim og ég veit ekki hvað og hvað.  Það kom að því að hann gat gert eitthvað rétt og vel.  Hann er til staðar fyrri drengina sína þegar þeir þurfa á því að halda.  Loksins og húrra fyrir honum.

Afinn hefur nóg að gera fyrir guttann, þeir eyða miklum tíma saman á túninu við að slá, snúa, raka, rúlla og plasta og svo síðast en ekki síst gera við það sem bilar.  Svo fá þeir sér saman að borða og horfa saman á sjónvarpið.  Ekki slæmt að eiga góðann afa.  Amma í útlandinu í húsmæðraorlofi að dúlla sér með sænsku barnabörnunum.  Svo þeir eiga frábærann tíma saman.

 

Ég er bara svo glöð eitthvað þessa dagana, ég hringi í hann á hverjum degi og hann hringir í mig á hverjum degi.  Ætla svo að kíkja á hann næstu daga og skreppa í sveitina.  Alltaf gott að skreppa í sveitina.

Kv. Stína fína


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband