Allir í mat

Þetta er búinn að vera æðislegur dagur, bara hreint út sagt frábær.  Eldri drengurinn er búinn að vera hér í allan dag, var bara í sims í tölvunni með krökkunum, horfa á sjónvarpið og hafa það næs bara.

Ég ákvað að skella gaddfreðnu læri í ofninn klukkan hálf þrjú og bauð báðum strákunum í mat fyrst þeir voru báðir hér suðurfrá.

Lærið tókst fullkomlega, var geðveikt gott, og allir hámuðu í sig læri með rjómasósu og jummíi.

Það var æðislegt að hafa þá báða í mat og enginn að flýta sér neitt eða fara neitt.

Naut semsagt dagsins í dag í botn.  Það var æði og vona að ég eigi eftir að eiga marga svona daga.

Kv. Stinafínalokkalína


2 mánuðir komnir :)

Nú hef ég verið eitthvað löt að blogga, er alveg dottin úr gír bara.  Búið að vera mikið að gera í ferðalögum, tók á 3ju viku í júlí og svo tæplega viku í kringum verslunarmannahelgi.  Veðrið var geðveikt ogþað mætti halda að ég hefði verið á spáni eða eitthvað og ég sem verð aldrei brún hreinlega.

En af drengjunum mínum er það að frétta að þeim gengur æðislega vel.

Þeir eru að standa sig frábærlega.  Hafa nóg að gera og búa sér til nóg að gera. 

Sá yngri sem var nú lengra sokkin í þetta helvíti átti 2ja mánaða edrúafmæli í fyrradag.  19. Ágúst

Munurinn á drengnum er þvílíkur að hann er orðinn að nýjum ungum manni.  Það er eins og hann hafi stækkað um  marga sentrimetra, ég meira að segja spurði ömmu hans hvað hún gæfi honum eiginlega að borða.  "Nú bara venjulegann mat"  og auðvitað borðar hann allt sem amma hans ber á borð fyrir hann (nema kjúkling en það eru afinn og amma ekki mikið fyrir heldur).  Það besta sem hann veit er að borða hjá ömmu og afa, er búinn að hjálpa þeim líka mikið.

Heyrði í kærustu vinar hans í gær og hún sagði að það væri svo gaman að sjá hann, fallegi augnaliturinn er kominn í ljós og líf í augun, líf í húðlitinn og hann er bara nýr ungur maður.

Léttirinn er gífurlegur hjá fjölskyldunni og vinum.  Og í fyrsta skipti í mörg ár komst ég í áhyggjulaust sumarfrí.  Ég get varla líst því hvað það var yndislegt og heyra í þeim og hvað þeim gangi vel á allan hátt.

Ég óska þess svo innilega að fleiri foreldrar geti orðið þeirra gæfu aðnjótandi að endurheimta börnin sín svona eins og ég.  ÉG er heppin og vona að ég verði áfram heppin, tek einn dag fyrir í einu og nýt hans.

 

Nú eru skólarnir að fara að byrja.  Ég byrja í fyrramálið, krakkarnir fara á skólasetningu á morgun með pabba sínum þar sem ég verð í skólanum sjálf og svo byrjar ballið bara eftir helgi.  Passar allt fínt bara, búið að fara að versla það sem þarf að versla nema dóttirin á eftir að fá skólaföt og svona, aðeins að bæta á fatnaðinn hjá prinsessunni sem er reyndar að vaxa upp úr öllu þessa dagana eins og guttinn enda er hann búinn að éta eins og ég veit ekki hvað í allt sumar, og bæta á sig eftir því, enda mátti hann alveg við því, var alltof grannur en nú er hann kominn með fyllingu í kinnarnar og fyllingu á handleggina, ekki bara skinn og bein.

Svo er ég bara að klára gamlar syndir, úff byrjaði á lopapeysu í vor og var að taka hana upp núna, verð að fara að klára hana, annars er ég að prjóna jólagjafir í gríð og erg.


Enn gengur allt vel

Og er alveg ótrúlegt.  Drengurinn búinn að hafa það fínt í sveitinni hjá afa.  Búið að slá nokkur tún, snúa þeim og þurrka og síðan rúlla og plasta.  Þetta gerðu þeir tveir saman, afinn og barnabarnið.  Afinn sér um að drengurinn hafi nóg að gera, alltaf nóg að gera og ef ekkert er þá bara búa þeir það til.  Síðan skreppur hann til pabba síns og bróðir á kvöldin og fer á hestbak.  Honum finnst líka gott að kíkja í kaffi til mágkonu minnar.

Hann er búinn að hringja ansi oft í mig og ég í hann,  Loksins virðist hann geta tjáð sig og það er svo allt annað að heyra í honum, hann er farinn að opna sig og getur talað um hlutina núna.  Hann virðist vera að nýta sér eitthvað úr meðferðinni síðan í fyrra þegar hann var í götusmiðjunni þennan mánuð.

Hann er líka farinn að vinna, hann er mjög ánægður með það, bara hringdi áður en pabbi hans náði að hringja og hann var kominn með vinnu með það sama.

Sá eldri er farinn á landsmót, mikið svakalega er þetta dýrt að fara og horfa og barnið sitt og styðja,.  6000 kall fyrir einn fo..... dag, á ekki til orð hreinlega.  Ef hann kemst áfram þá fer ég en hann hringdí í mig í gær og sagði að ég ætti ekkert að vera að koma, þetta væri svo fáránlega dýrt.  Ég ætti að senda honum bara góðar hugsanir ;)  alltaf verið að hugsa um mömmu gömlu.

Nú er mamma komin heim aftur frá útlandinu svo nú fer hún að elda ofan í kallana sína, efast ekki um að þeir fái vel að borða.

Kv. Stína fína


Léttir

Það er léttir að vita af barninu sínu loksins í öruggu húsnæði, á öruggum stað, fær örugglega að borða og líður vel.

Það er bara allt annað að tala við drenginn.  Þvílíkur munur, það er hægt að tala við hann án þess að það sé hreytt í mann allskyns veit það ekki, man það ekki, vil ekki tala um það orðum.  Samt var maður bara að spjalla um allt og ekki neitt.  Nú tekur hann þátt í umræðunum og er í sambandi.

Ég er líka svo ánægð hvernig pabbi hans er að taka á þessu, drífa hann með sér á hestbak á kvöldin, bjóða þeim bræðrum í bíó, elda handa þeim og ég veit ekki hvað og hvað.  Það kom að því að hann gat gert eitthvað rétt og vel.  Hann er til staðar fyrri drengina sína þegar þeir þurfa á því að halda.  Loksins og húrra fyrir honum.

Afinn hefur nóg að gera fyrir guttann, þeir eyða miklum tíma saman á túninu við að slá, snúa, raka, rúlla og plasta og svo síðast en ekki síst gera við það sem bilar.  Svo fá þeir sér saman að borða og horfa saman á sjónvarpið.  Ekki slæmt að eiga góðann afa.  Amma í útlandinu í húsmæðraorlofi að dúlla sér með sænsku barnabörnunum.  Svo þeir eiga frábærann tíma saman.

 

Ég er bara svo glöð eitthvað þessa dagana, ég hringi í hann á hverjum degi og hann hringir í mig á hverjum degi.  Ætla svo að kíkja á hann næstu daga og skreppa í sveitina.  Alltaf gott að skreppa í sveitina.

Kv. Stína fína


LOKSINS

LOKSINS

 

Drengurinn (yngri) er eitthvað að sjá að sér og hann bankaði uppá í gærkvöldi.  Ég sá á honum að hann vantaði eitthvað en hann virtist ekki geta komið sér að því.  Ég var svona að leiða hann áfram með spurningum um hitt og þetta og var farinn að spyrja hann hvort hann vildi hringja í pabba sinn til að fá lánaðann bíltíkina sem hann á og er í svona reddingar hjá honum og Hreiðari og eyðir litlu.  Nei hann vildi það ekki, vildi ekki þetta og vildi ekki hitt, gat ekki sagt okkur hvað yfirdráttarheimildin væri há og þar fram eftir götunum.

 

 

Þar til hann brotnaði bara niður og fór að hágráta.  Ég dreif hann bara út með mér í bíltúr því að ég vissi að hann gæti ekki talað né tjáð sig hér heima með eiginmanninn og börnin yfir sér.  Svo ég dreif hann með mér út, sjálf farin að grenja hástöfum liggur við.  Ég fékk loksins út úr honum að hann væri búinn að fá ógeð á þessu rugli, liði illa og langaði að koma sér út úr þessu.  Amma hans og afi voru búin að bjóða honum að vera og ég vissi að þau voru bara að bíða eftir að bróðir minn flytti út með allt sitt hafurtask og fjölskyldu sem gerðist um þarsíðustu helgi og allt að komast í samt horf hjá mömmu.  En hann þorði hreinlega ekki að hringja í afa sinn og spyrja hvort hann mætti koma því hann var svo hræddur um að hann myndi segja nei.

 

 

Ég hringdi því í mömmu og hún sagði að það gengi alveg upp að hann kæmi, hún væri að fara út um helgina til Svíþjóðar og þá vantar afa hjálp í hænsnahúsinu við að týna egg og stússera í kringum hænurnar og svo er að koma að heyskap svo pabba vantar hjálp og því var þetta kærkomið, hún ætlaði samt að tala við afa en hún talaði sjálf við hann.  Hún sagði að afi myndi hringja þegar þau kæmu heim (voru í veislu í veiðihúsinu)  en hann hringdi næstum strax, áður en þau fóru heim og sagði við hann að hann væri meira en velkominn, það væri að byrja heyskapur og svo yrði hann einn og hann væri því kærkominn og mætti koma bara á morgun.

 

 

Ég fékk ýmislegt annað út úr honum eins og yfirdráttinn en hann er 200 þúsund og dottinn út go búið að loka kortinu.  Eiginmaðurinn ætlar að fara með honum í bankann í dag og ganga frá því en það er greinilega á bankans ábyrgð því hann gat hækkað yfirdráttinn endalaust í heimabankanum þar til hann henti auðkennislyklinum svo hann myndi ekki hækka hana meira.  Eiginmaðurinn er svo flíknur í að díla við bankann og þetta er greinilega mistök hjá bankanum því að ekki get ég hækkað mína yfirdráttarheimild svona og það er eingöngu á einum reikning sem að við getum það en það er greiðslureikningurinn okkar sem við notum fyrir svokallaða greiðsluþjónustu en sjáum um það sjálf.

 

 

Þetta er því skref fram á við.  Strákurinn ber mikla virðingu fyrir ömmu sinni og afa þvi þau hafa gert svo mikið fyirr hann í gegnum tíðina.  Mér léttir gífurlega en jafnframt kvíðin á framhaldið.  Mér finnst gott að hann vilji fara til þeirra, pabbi er hans trúnaðarmaður og hefur verið í gegnum tíðina.  Hann segir honum allt en pabbi er frekar lokuð típa og segir ekki mikið.  Hann er líka með athyglisbrest eins og strákurinn svo að kanski er það þess vegna sem þeir hafa náð svona vel saman.

 

 

Ég ákvað að taka eitt skref í einu en síðar ætla ég að bjóða honum að tala við geðlækninn sem hann var hjá en hann bíður bara eftir því, var búinn að bjóða okkur það og ég ætla að nýta mér það, bara bíð aðeins þar til hann er búinn að koma sér fyrir og svona hjá ömmu og afa.

 

Sá eldri heyrði í ömmu sinni í gærkvöldi og hún sagði honum þetta og hann var svo glaður og sendi bróður sínum svo innilega falleg og innileg skilaboð.  Sá yngri sýndi mér þau og sá eldri er svo ánægður með þessa ákvörðun hjá bróður sínum.  Þeir geta því stutt hvorn annan og sótt fundi saman.  Stutt á milli þeirra.  Sá ekdru  hefur nefnilega verið hans stoð og stytta í gegnum þetta allt saman.

Þetta er þvílíkur léttir að það er ekki hægt að lýsa því.

Kv. Stína fína

 


Hvurslags er þetta

Ég bara hef ekki bloggað í marga daga, hvað er þetta með mig.  Gengur ekki, svo ég bæti úr því núna.

Nú eru börnin búin í skólanumm, svaka fjör.  Kristbjörg komin á leikjanámskeið og svo bíður Gulli eftir að kofaborgirnar byrji á mánudaginn.  En hann er ferlega erfiður svona einn heima og fæst ekki út en það kemur á mánudaginn.

Við fórum í Húsafell um helgina.  Brjálað fjör, rok og meira rok á laugardeginum.  Fellihýsaeigendur flúðu heim í hrönnum alveg, fuku hjá þeim fortjöld og eitthvað svo þeir drifu sig heim.  Við sátum í mestu makindum inni í bíl og höfðum það næs.

Hreiðar og vinir hans ákváðu að fara í útilegu í Húsafelli líka en þeir eyddu talsverðum tíma með okkur, tjölduðu langt frá okkur en eyddi svo löngum tíma í að labba á milli og vera með okkur.  Mér finnst eins og ég hafi endurheimt hann úr helju.  Ég get svo svarið það og það er æði.  Það var æðislegt að eyða tíma með honum um helgina, hreint út æðislegt.  Hlógum og skiftumst á kjaftasögum og skemmtum okkur vel saman.  Gulli og Kristbjörg nutu þess líka.  Gulli sat hreinlega og horfði á bróður sinn og trúði því ekki að hann sæti með okkur í húsbílnum.  Enda knúsaði ég þá alla þrjá "strákana mína" í kaf.

Nú við hjónakornin áttum 8 ára brúðkaupsafmæli í gær.  Ég bauð mínum manni út að borða, fórum á Tapast-barinn.  MMMMMmmmmm það var geðveikt, hrikalega gott.  Nutum þess að sitja saman og borða góðann mat á notalegum stað.

Ég verð nú sennilega heima um helgina með börnin, ætla að bjóða William  í heimsókn og vera um helgina hjá okkur fyrst við förum ekkert í útilegu.  Valli verður að keyra um helgina og ég nota tímann til að vera með krökkunum.  Fara í bíltúr og vonandi verður gott veður svo krakkarnir geti sullað og leikið sér á pallinum í nýju lauginni sem er kominn á pallinn.

 

Ég er nú samt agalega þung eitthvað, skil ekki af hverju.  Tel það eiginlega vera vegna þess að mér finnst lyfin mín ekki að vera að virka.  Fékk eitthvað samheitalyf um daginn og mér finnst það hreinlega ekki virka eins.  Mér er sagt að þetta eigi að virka eins og eigi ekki að skipta máli en svo sagði barnageðlæknirinn mér um daginn að það er einstaka fólk sem að finnur mun á samheitalyfinu og svo upphaflega lyfinu.  Verst hvað lyfið er þá orðið dýrt, munar þrjú þúsund krónum á samheitalyfinu og því upphaflega.  Ætla samt að ræða þetta við lækninn minn og sjá hvað hann segir.

 

Jæja læt þetta duga í dag, ætla að reyna að gera eitthvað hér í dag ef ég hef orku.

Kv. Stína fína


Börnin mín

Þau eru svo þreytt að þau eru að leka niður.  Það eru próf þessa dagana og svo hefur verið farið seint að sofa. 

Fórum í bíltúr á sunnudaginn.  Bara svona út í buskann.  Ætluðum í Hveragerði að fá okkur ís og skoða blómaræktunarstöð Ingibjargar en enduðum á Geysi.  Hef ekki komið þangað í mörg ár.  Löbbuðum upp að Geysi, Strokk og mikið höfðu börnin gaman að þessu og ekki síður hundurinn.  Komum svo seint heim um kvöldið og þá átti eftir að elda kjúklingabringur.  mmmmmm geðveikt gott.

Í gærkvöldi fórum við í afmæli til mömmu, hún varð 65 ára í gær.  Keyptum bara pítsu og allir sáttir.  Voða gaman að hittast saman systkinin og svo systkini mömmu.  Ekkert planað sérstaklega en þetta var ægilega gaman.

Og í dag er þetta farið að segja til sín, Gulli dauðþreyttur en kominn upp í rúm núna og Kristbjörg líka þreytt en þykist ætla að klára stærðfræðidæmi í kvöld.  Ekki í boði takk því það þarf að fara að sofa.

 

Ég er þreytt, þung og pirruð.  Hlakka til að fara að vinna núna í nokkra daga, það heldur mér uppi ;) svo ætla ég í fjarnám í sumar, get ekki tekið mér frí frá náminu ;) þannig að ég held bara áfram meðan ég er í stuði ;)  Svo er ferð með Foreldrahúsinu um helgina, hlakkar til að komast úr ys og þys og án barna í skemmtilegann hóp fleiri foreldra.

Kv. Stína fína öfundsjúka út í þá sem fara í frí til útlanda


Leiðinlegar hugsanir læðast aftan að mér.

Þoli þær ekki.  Ég vil blokka þær alveg og helst hundsa þær.

Þetta mál er búið og ég er hætt að hugsa um það og snúa mér að öðru.  Það er ekki prenthæft en hugsanirnar læðast að mér og mér finnst það dálítið erfitt að halda áfram þegar þær koma svona aftan að mér.

Búin að liggja á netinu í dag að leita uppi leiðindi í rauninni, skoða já punktur is og finn ekkert þar, gúggla og finn ekkert þar.  Til hvers er ég að þessu.  Af hverju get ég ekki bara sleppt og haldið áfram?  Hvernig fer maður að því að sleppa svona hugsunum og halda áfram.  Þetta var og er frágengið mál.  Nenni þessu ekki.  Um leið og ég húrra niður í skapinu þá detta þessar hugsanir inn.  Fúlt en ég er að reyna að blokka þær ásamt því að reyna að komast að rótum vandans.

Dæsss þetta er dálítið erfiður dagur.  Fíkillinn kom ekki í gær að tala við mig eins og hann ætlaði að gera.  Bjóst nú svosem ekkert við því en svona er þetta.  Kemur í ljós hvað verður og ég bíð bara.

Kv. Stína fína


Uppgefin en montin með mig.

Ég var bara alveg uppgefin eftir afmælið á sunnudaginn.  Alltaf brjálað að gera fyrir  afmælin og þau voru bæði Hreiðar og Kristbjörg mjög ánægð með daginn.

Ég og allir hinir voru rosalega ánægðir að hitta Togga og hann skyldi koma.  Það var svo gaman að hafa öll börnin sín heima.  Þetta var bara eins og áður, allir easy og  notalegt.  Vildi óska að þetta væri enn svona.

Ekki var verra að heyra á mánudagskvöldiðo að vinkona mín eignaðist barn á sunnudeginum, eins og ég sagði henni að gera ;) eða þannig, hún ætti bara að drífa sig upp á deild þann 18. maí og klára þetta og hún bara gerði það :)  fékk lítinn prins, ekki leiðinlegt það.

 

Svo fékk ég einkunnirnar mínar í gær og ég var ekkert smá ánægð með það, er alveg í skýjunum bara.  So ég er ekkert að hætta í skóla strax, alveg staðráðin í að klára stúdentinn ;)

Svona leit þetta út hjá mér.

Bókfærsla 203           10

Rekstrarhagfræði 103  9

Íslenska             8

Stærðfræði       8

Upplýsingatækni (word og excel) 10

 

Svo ég er bara ógisslega montin með mig.  Strákarnir mínir trúðu mér bara ekki þegar ég sagði þeim þetta.  Þetta styrkir mig í lífinu og ég veit að ég get allt sem ég ætla mér miðað við hvað veturinn er búinn að vera erfiður.  En greinilegat að ég GET allt :) og kanski best að halda því bara áfram :) og ætla sér allt :)

Kv. Stína fína


Hringdi í fíkilinn

Og bað hann að koma og tala við mig.  Það tók tímann sinn að ná sambandi við hann, búin að reyna í nokkra daga áður en hann svaraði.  En hafðist og hann kom í gær þegar Valli var farinn í vinnuna.  Vildi tala við hann en.

Ég tjáði honum það að mig langaði til þess að hann færi nú að gera eitthvað í sínum málum. Mér liði illa yfir þessu öllu og sæi það á honum að honum líður ekkert vel heldur.  Hann veit ekkert hvað hann vill gera, veit ekkert í sinn haus.  Svo ég sagði honum að ég vildi fá svar hvað hann vildi gera og bað hann að koma og tala við okkur bæði í næstu viku.  Koma í afmælið á morgun og hitta fjölskylduna.  Sjá hvort hann sakni hennar ekki.

Hann kom aftur í dag með eldri bróður sínum, var að keyra hann því hann á tvítugsafmæli á morgun og  því á að djamma í kvöld og litli bróðir að keyra.  Mér blöskraði svo að sjá upp í hann, rak hann að bursta í sér tennurnar.  Meiri sóðaskapurinn.

Æj veit það ekki, hugsa að ég sé bara að lemja hausnum utan í ljósastaur og það slokknar alltaf á honum í hvert skipti sem ég reyni.  Allskyns afsakanir fyrir hinu og þessu, nú er 38 daga meðferð alltof langt fyrir hann, rétt rúmur mánuður, 6 aumingjalegar vikur.  Djísös, eins og það sé heimur inn að farast við að fara í meðferð.

En hann um það, ég nenni ekki að velta mér upp úr þessu, ég er búin að gera það sem get og rúmlega það.  Komið að honum.  Veit að allir í familíunni eru ekki á eitt sáttir með þessa ákvörðun mína en só bí it.

Laugardagskveðjur frá Stínu fínu


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband