Enn gengur allt vel

Og er alveg ótrúlegt.  Drengurinn búinn að hafa það fínt í sveitinni hjá afa.  Búið að slá nokkur tún, snúa þeim og þurrka og síðan rúlla og plasta.  Þetta gerðu þeir tveir saman, afinn og barnabarnið.  Afinn sér um að drengurinn hafi nóg að gera, alltaf nóg að gera og ef ekkert er þá bara búa þeir það til.  Síðan skreppur hann til pabba síns og bróðir á kvöldin og fer á hestbak.  Honum finnst líka gott að kíkja í kaffi til mágkonu minnar.

Hann er búinn að hringja ansi oft í mig og ég í hann,  Loksins virðist hann geta tjáð sig og það er svo allt annað að heyra í honum, hann er farinn að opna sig og getur talað um hlutina núna.  Hann virðist vera að nýta sér eitthvað úr meðferðinni síðan í fyrra þegar hann var í götusmiðjunni þennan mánuð.

Hann er líka farinn að vinna, hann er mjög ánægður með það, bara hringdi áður en pabbi hans náði að hringja og hann var kominn með vinnu með það sama.

Sá eldri er farinn á landsmót, mikið svakalega er þetta dýrt að fara og horfa og barnið sitt og styðja,.  6000 kall fyrir einn fo..... dag, á ekki til orð hreinlega.  Ef hann kemst áfram þá fer ég en hann hringdí í mig í gær og sagði að ég ætti ekkert að vera að koma, þetta væri svo fáránlega dýrt.  Ég ætti að senda honum bara góðar hugsanir ;)  alltaf verið að hugsa um mömmu gömlu.

Nú er mamma komin heim aftur frá útlandinu svo nú fer hún að elda ofan í kallana sína, efast ekki um að þeir fái vel að borða.

Kv. Stína fína


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Æ það er svo gaman þegar vel gengur

Anna Bogga (IP-tala skráð) 2.7.2008 kl. 13:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband