Allir í mat

Þetta er búinn að vera æðislegur dagur, bara hreint út sagt frábær.  Eldri drengurinn er búinn að vera hér í allan dag, var bara í sims í tölvunni með krökkunum, horfa á sjónvarpið og hafa það næs bara.

Ég ákvað að skella gaddfreðnu læri í ofninn klukkan hálf þrjú og bauð báðum strákunum í mat fyrst þeir voru báðir hér suðurfrá.

Lærið tókst fullkomlega, var geðveikt gott, og allir hámuðu í sig læri með rjómasósu og jummíi.

Það var æðislegt að hafa þá báða í mat og enginn að flýta sér neitt eða fara neitt.

Naut semsagt dagsins í dag í botn.  Það var æði og vona að ég eigi eftir að eiga marga svona daga.

Kv. Stinafínalokkalína


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Frábært hvað þið hafið haft það gott!! Við hefðum alveg verið til í læribita Enda ekkert étið hér í gær. hjéhjé biðjum að heilsa Grindóliðið

Telma (IP-tala skráð) 24.8.2008 kl. 18:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband