27.5.2008 | 21:16
Börnin mín
Þau eru svo þreytt að þau eru að leka niður. Það eru próf þessa dagana og svo hefur verið farið seint að sofa.
Fórum í bíltúr á sunnudaginn. Bara svona út í buskann. Ætluðum í Hveragerði að fá okkur ís og skoða blómaræktunarstöð Ingibjargar en enduðum á Geysi. Hef ekki komið þangað í mörg ár. Löbbuðum upp að Geysi, Strokk og mikið höfðu börnin gaman að þessu og ekki síður hundurinn. Komum svo seint heim um kvöldið og þá átti eftir að elda kjúklingabringur. mmmmmm geðveikt gott.
Í gærkvöldi fórum við í afmæli til mömmu, hún varð 65 ára í gær. Keyptum bara pítsu og allir sáttir. Voða gaman að hittast saman systkinin og svo systkini mömmu. Ekkert planað sérstaklega en þetta var ægilega gaman.
Og í dag er þetta farið að segja til sín, Gulli dauðþreyttur en kominn upp í rúm núna og Kristbjörg líka þreytt en þykist ætla að klára stærðfræðidæmi í kvöld. Ekki í boði takk því það þarf að fara að sofa.
Ég er þreytt, þung og pirruð. Hlakka til að fara að vinna núna í nokkra daga, það heldur mér uppi ;) svo ætla ég í fjarnám í sumar, get ekki tekið mér frí frá náminu ;) þannig að ég held bara áfram meðan ég er í stuði ;) Svo er ferð með Foreldrahúsinu um helgina, hlakkar til að komast úr ys og þys og án barna í skemmtilegann hóp fleiri foreldra.
Kv. Stína fína öfundsjúka út í þá sem fara í frí til útlanda
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Miðvikudagsplanið stendur hjá mér allaveganna, er farin að hlakka til.
Linda 38+ (IP-tala skráð) 27.5.2008 kl. 21:39
Júhúuu get ekki beðið.
Kristin (IP-tala skráð) 28.5.2008 kl. 02:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.