Leiðinlegar hugsanir læðast aftan að mér.

Þoli þær ekki.  Ég vil blokka þær alveg og helst hundsa þær.

Þetta mál er búið og ég er hætt að hugsa um það og snúa mér að öðru.  Það er ekki prenthæft en hugsanirnar læðast að mér og mér finnst það dálítið erfitt að halda áfram þegar þær koma svona aftan að mér.

Búin að liggja á netinu í dag að leita uppi leiðindi í rauninni, skoða já punktur is og finn ekkert þar, gúggla og finn ekkert þar.  Til hvers er ég að þessu.  Af hverju get ég ekki bara sleppt og haldið áfram?  Hvernig fer maður að því að sleppa svona hugsunum og halda áfram.  Þetta var og er frágengið mál.  Nenni þessu ekki.  Um leið og ég húrra niður í skapinu þá detta þessar hugsanir inn.  Fúlt en ég er að reyna að blokka þær ásamt því að reyna að komast að rótum vandans.

Dæsss þetta er dálítið erfiður dagur.  Fíkillinn kom ekki í gær að tala við mig eins og hann ætlaði að gera.  Bjóst nú svosem ekkert við því en svona er þetta.  Kemur í ljós hvað verður og ég bíð bara.

Kv. Stína fína


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kristín mín, sendi þér góða strauma.

 Lyfin sem ég er á heita: Lamictal 100 mg x2,

Solian 50 mg, Wellbutrin Ret. 150 mg

sko, í vetur hef ég verið komin í rúmið ekki seinna en tíu, verið dauðuppgefin þegar ég vakna og frekar verið að þyngjast ef eitthvað er, ásamt því að vera algjörlega orkulaus og hef ég sett það á þunglyndið. Aftur á móti núna er ég full af orku og lífsgleði, endalaus orka en gallinn er að ég á erfitt með að sofna en vakna samt endurnærð. og annað, ég finn ekki fyrir hungri og verð að passa mig að borða, sumir segja þetta galla en ég er glöð og er farin að léttast.

Linda 38+ (IP-tala skráð) 23.5.2008 kl. 08:39

2 Smámynd: Guðrún Hauksdóttir

 Knús

Guðrún Hauksdóttir, 27.5.2008 kl. 13:19

3 identicon

Sæl Kristín, ég hef verið að lesa bloggið þitt og guð hvað ég þekki þessar hugsanir  Minn fíkill er á góðum stað í dag og vona ég svo innilega að þinn leiti sér hjálpar. Mundu að það er sama hvað þú gerir eða gerðir það er EKKI ástæða fyrir neyslu hans, gift, skilin, Hafnarfjörður, Vogar, það er EKKI ástæða!! Valið er hans, stattu með sjálfri þér, þannig hjálparðu honum best, auðvelt að segja en erfitt að framkvæma en það er sannleikurinn..... Foreldrahús og 88 húsið í Keflavík eru frábærir staðir, láttu sjá þig t.d. á mánudögum kl. 18 í Keflavík, þessir staðir hafa bjargað minni geðheilsu!  Gangi þér vel

Elísabet Markúsdóttir (IP-tala skráð) 27.5.2008 kl. 15:37

4 Smámynd: Stína fína lokkalína

Sæl Elísabet

Takk fyrir þetta.  Ég hef verið í Foreldrahúsi, frábær staður og því miður varð ég að skippa kvöldinu í kvöld en venjulega geri ég það ekki. Það er ein leið til og hún er áfram og hana ætla ég að fara.

Takk takk.

Stína fína lokkalína, 27.5.2008 kl. 21:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband