Hringdi í fíkilinn

Og bað hann að koma og tala við mig.  Það tók tímann sinn að ná sambandi við hann, búin að reyna í nokkra daga áður en hann svaraði.  En hafðist og hann kom í gær þegar Valli var farinn í vinnuna.  Vildi tala við hann en.

Ég tjáði honum það að mig langaði til þess að hann færi nú að gera eitthvað í sínum málum. Mér liði illa yfir þessu öllu og sæi það á honum að honum líður ekkert vel heldur.  Hann veit ekkert hvað hann vill gera, veit ekkert í sinn haus.  Svo ég sagði honum að ég vildi fá svar hvað hann vildi gera og bað hann að koma og tala við okkur bæði í næstu viku.  Koma í afmælið á morgun og hitta fjölskylduna.  Sjá hvort hann sakni hennar ekki.

Hann kom aftur í dag með eldri bróður sínum, var að keyra hann því hann á tvítugsafmæli á morgun og  því á að djamma í kvöld og litli bróðir að keyra.  Mér blöskraði svo að sjá upp í hann, rak hann að bursta í sér tennurnar.  Meiri sóðaskapurinn.

Æj veit það ekki, hugsa að ég sé bara að lemja hausnum utan í ljósastaur og það slokknar alltaf á honum í hvert skipti sem ég reyni.  Allskyns afsakanir fyrir hinu og þessu, nú er 38 daga meðferð alltof langt fyrir hann, rétt rúmur mánuður, 6 aumingjalegar vikur.  Djísös, eins og það sé heimur inn að farast við að fara í meðferð.

En hann um það, ég nenni ekki að velta mér upp úr þessu, ég er búin að gera það sem get og rúmlega það.  Komið að honum.  Veit að allir í familíunni eru ekki á eitt sáttir með þessa ákvörðun mína en só bí it.

Laugardagskveðjur frá Stínu fínu


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vildi bara kvitta fyrir innlitið  Ég er rosalega stollt af ykkur, gangi ykkur vel og til hamingju með krakkana á morgun  Baráttukveðja úr Grindó

Telma (IP-tala skráð) 17.5.2008 kl. 21:36

2 identicon

Til hamingju með krakkana þarna um daginn, Kristín mín. Ég er sko alveg til í að fara með ykkur eitthvað á fimmtudaginn en nú er ég að vinna til fjögur þannig að það yrði að vera eftir þann tíma. Mikið ofsalega væri ég til í það að hitta ykkur.  Mér finnst þú standa þig eins og hetja í sambandi við þína erfiðleika og vona bara að strákurinn fari að sjá að sér.  Kv.Linda

Linda 38+ (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 07:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband