Hvurslags er þetta

Ég bara hef ekki bloggað í marga daga, hvað er þetta með mig.  Gengur ekki, svo ég bæti úr því núna.

Nú eru börnin búin í skólanumm, svaka fjör.  Kristbjörg komin á leikjanámskeið og svo bíður Gulli eftir að kofaborgirnar byrji á mánudaginn.  En hann er ferlega erfiður svona einn heima og fæst ekki út en það kemur á mánudaginn.

Við fórum í Húsafell um helgina.  Brjálað fjör, rok og meira rok á laugardeginum.  Fellihýsaeigendur flúðu heim í hrönnum alveg, fuku hjá þeim fortjöld og eitthvað svo þeir drifu sig heim.  Við sátum í mestu makindum inni í bíl og höfðum það næs.

Hreiðar og vinir hans ákváðu að fara í útilegu í Húsafelli líka en þeir eyddu talsverðum tíma með okkur, tjölduðu langt frá okkur en eyddi svo löngum tíma í að labba á milli og vera með okkur.  Mér finnst eins og ég hafi endurheimt hann úr helju.  Ég get svo svarið það og það er æði.  Það var æðislegt að eyða tíma með honum um helgina, hreint út æðislegt.  Hlógum og skiftumst á kjaftasögum og skemmtum okkur vel saman.  Gulli og Kristbjörg nutu þess líka.  Gulli sat hreinlega og horfði á bróður sinn og trúði því ekki að hann sæti með okkur í húsbílnum.  Enda knúsaði ég þá alla þrjá "strákana mína" í kaf.

Nú við hjónakornin áttum 8 ára brúðkaupsafmæli í gær.  Ég bauð mínum manni út að borða, fórum á Tapast-barinn.  MMMMMmmmmm það var geðveikt, hrikalega gott.  Nutum þess að sitja saman og borða góðann mat á notalegum stað.

Ég verð nú sennilega heima um helgina með börnin, ætla að bjóða William  í heimsókn og vera um helgina hjá okkur fyrst við förum ekkert í útilegu.  Valli verður að keyra um helgina og ég nota tímann til að vera með krökkunum.  Fara í bíltúr og vonandi verður gott veður svo krakkarnir geti sullað og leikið sér á pallinum í nýju lauginni sem er kominn á pallinn.

 

Ég er nú samt agalega þung eitthvað, skil ekki af hverju.  Tel það eiginlega vera vegna þess að mér finnst lyfin mín ekki að vera að virka.  Fékk eitthvað samheitalyf um daginn og mér finnst það hreinlega ekki virka eins.  Mér er sagt að þetta eigi að virka eins og eigi ekki að skipta máli en svo sagði barnageðlæknirinn mér um daginn að það er einstaka fólk sem að finnur mun á samheitalyfinu og svo upphaflega lyfinu.  Verst hvað lyfið er þá orðið dýrt, munar þrjú þúsund krónum á samheitalyfinu og því upphaflega.  Ætla samt að ræða þetta við lækninn minn og sjá hvað hann segir.

 

Jæja læt þetta duga í dag, ætla að reyna að gera eitthvað hér í dag ef ég hef orku.

Kv. Stína fína


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjóla-Hrönn

Frábært að heyra að það gangi betur með strákinn.  Annars hef ég sömu sögu að segja af samheitalyfjunum, þau gera ekki sama gagn og upprunalegu lyfin.  Ég er t.d. að taka inn Neurontin sem er flogaveikilyf, en ein aukaverkunin er að það dempar taugaverki.  3 mánaða skammtur kostar litlar 16 þúsund en samheitalyfið kostar 15 þúsund.  Svo það munar nú ekki miklu á því.  En ég þarf að greiða 8 þúsund fyrir sérheitalyfið, 3000 fyrir samheitalyf sem virkar ekkert á mig.  Skil ekki af hverju tr tekur svona miklu minni þátt í sérheitalyfinu.  Það ætti bara að muna um 1000 kall á þessu lyfi fyrir mig.  Það má vel vera að samheitalyfið gagnist þeim sem taka lyfið við flogaveiki, en ég spreða ekki 8000 krónum úr eigin vasa og öðrum 7000 úr vasa samfélagsins fyrir lyfleysu.

Hjóla-Hrönn, 12.6.2008 kl. 18:29

2 identicon

Já var það ekki stingið bara af í Húsafell  Ég mætti ykkur á leiðinni úr Hafnafirði og það var ekkert verið að vínka, er bíllinn minn ekki nógu flottur eða hvað? En mikið er gaman að heyra hvað það var gaman hjá ykkur!!!! Vonandi þú farir nú að koma þér úr bælinu og kíkkir, það er lítill prins hér sem langar að sjá ykkur  kveðja Telma og allir hinir hér í Grindó

Telma (IP-tala skráð) 12.6.2008 kl. 21:51

3 identicon

Heyrðu, þú ert bara á of litlum bíl    hehe.  En ég er á leiðinni, alltaf á leiðinni.  var að skoða síðuna hjá litla kút í gær.  Hann er algjört krútt   hlakka til að sjá hann.

Kv. Kristín

Kristín (IP-tala skráð) 12.6.2008 kl. 22:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband