Uppgefin en montin með mig.

Ég var bara alveg uppgefin eftir afmælið á sunnudaginn.  Alltaf brjálað að gera fyrir  afmælin og þau voru bæði Hreiðar og Kristbjörg mjög ánægð með daginn.

Ég og allir hinir voru rosalega ánægðir að hitta Togga og hann skyldi koma.  Það var svo gaman að hafa öll börnin sín heima.  Þetta var bara eins og áður, allir easy og  notalegt.  Vildi óska að þetta væri enn svona.

Ekki var verra að heyra á mánudagskvöldiðo að vinkona mín eignaðist barn á sunnudeginum, eins og ég sagði henni að gera ;) eða þannig, hún ætti bara að drífa sig upp á deild þann 18. maí og klára þetta og hún bara gerði það :)  fékk lítinn prins, ekki leiðinlegt það.

 

Svo fékk ég einkunnirnar mínar í gær og ég var ekkert smá ánægð með það, er alveg í skýjunum bara.  So ég er ekkert að hætta í skóla strax, alveg staðráðin í að klára stúdentinn ;)

Svona leit þetta út hjá mér.

Bókfærsla 203           10

Rekstrarhagfræði 103  9

Íslenska             8

Stærðfræði       8

Upplýsingatækni (word og excel) 10

 

Svo ég er bara ógisslega montin með mig.  Strákarnir mínir trúðu mér bara ekki þegar ég sagði þeim þetta.  Þetta styrkir mig í lífinu og ég veit að ég get allt sem ég ætla mér miðað við hvað veturinn er búinn að vera erfiður.  En greinilegat að ég GET allt :) og kanski best að halda því bara áfram :) og ætla sér allt :)

Kv. Stína fína


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já þú hafðir sko rétt fyrir þér, með þennan yndislega dag sem hann valdi að koma í heiminn litli prinsinn  Frábært að þið náðuð að njóta þessa dags eins og við hér!!! Vonandi að þetta komi hjá stráknum, það er bara að hafa góða trú á að svo verði  Og vá til hamingu með prófin þín þú ert svooooo gáfuð  Bara halda svona áfram, þú getur meira en þú trúir!!!! Hlökkum til að sjá ykkur, stórfjölskyldan úr Grindó

Telma (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 21:36

2 identicon

Vá flott hjá þér, get ekki annað en dáðst að þér, þú með allar þínar áhyggjur, brillerar bara í skólanum!!  Þú ert hetja, ég segi nú ekki annað

Linda 38+ (IP-tala skráð) 22.5.2008 kl. 12:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband